7.7.07

Af dvölinni

Góðir hálsar,

Í vikunni sem leið voru tveir frídagar --- þjóðhátíðardagurinn fjórði júlí og síðan Community Teamworks. Síðarnefndi atburðurinn er hluti af góðgerðastarfsemi Goldman Sachs. Þá fær maður frí í vinnunni og fer í staðinn að sinna góðgerðamálum. Við framhaldsnemarnir í sumarstörfum (s.k. summer associates) fengum að fara í byggingarvinnu --- byggja hús handa fólki með takmörkuð fjárráð.

Það var ansi gaman að vinnunni en sennilega enn áhugaverðara að uppgötva hverskonar samansafn af fólki er þarna á ferðinni. Ég sagði einhverjum frá því að ég hefði unnið svolitla málningarvinnu í fyrra. Sú rak nú upp stór augu og sagði "I have so much respect for that kind of work now that I have seen what it is like." Ég er nú ekki sérstaklega vanur því að vera handlagnasti maðurinn í hópi en þarna var það uppi á teningnum. Frekar skondið alltsaman.

Við erum með mikla dagskrá hérna næstu vikurnar. Ég fæ ekki betur séð en flestar vinkonur Tinnu ætli að koma hingað í heimsókn. Síðan ætlar hann Gummi að kíkja til okkar í lok Ágúst en einnig mæður okkar og systur fjórar saman í mæðginaferð. Gaman að því og verið öll velkomin.

1.7.07

 
Við erum búin að vera í New York í á fjórðu viku og tíminn líður ansi hratt. Mjög spennandi í vinnunni hjá mér og síðan gott að slappa af um helgar í hlaða batteríin. Um þessa helgina var þemað sjávarréttir, eins og sést á kræklingamyndinni hér til hliðar. Fórum líka á the Met, sem er listasafnið hér um slóðir, í gær. Þar sáum við m.a. Dendur-hofið sem var flutt til NY frá Eygptalandi í heilu lagi fyrir um 30 árum síðan.
Posted by Picasa