24.2.08

Konudagskvöld

Eins og þið vitið öll þá tökum við Tinna konudaginn gríðarlega alvarlega. Því var ekki annað í spilinu fyrir mig en að standa mig í stykkinu á konudagskvöld.

Matseðill
Mexíkanskt-spánskt tapas fusion með glóðarsteiktum mildum chile pipar, tómötum og hvítlauk
Léttur grænkáls og hvítbaunaréttur að hætti Lorentz frá Alsace
Glaðningur úr eldhúsinu
Bláberjabaka

Vínseðillinn var samanburðarsmökkun á tveimur Gewürztraminer vínum frá Alsace.

Ostabakkinn stóð reiðubúinn en hans gerðist víst ekki þörf.

Atburðurinn var myndaður til gamans. Það kom í ljós að þessi mildi chile pipar var ekki til á wikipedia en úr því var bætt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home