20.2.08

Bragðæfingar

 

Hluti af vín- og matarpælingum okkar þessa dagana er að gera bragðæfingar, sérstaklega þær sem ganga út á blindsmökkun.

Fyrsta æfingin var smökkun án þess að nota lyktarskyn. Ég raspaði epli, kartöflu, gulrót og blaðselju. Síðan var bundið fyrir augun á Tinnu og hún hélt fyrir nefið og reyndi að átta sig á hvað ég var að mata hana með hverju sinni.

Það er ekki að því að spyrja að þegar kom að mér þá byrjaði Tinna að stríða mér með því að blanda saman mismunandi tegundum. Mjög sniðugt.
Posted by Picasa

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home