1.3.07

Flensa dauðans

Ég sit heima með flensu. Það er ekkert frábærlega skemmtilegt. Það var einmitt leiðbeinandinn minn sem smitaði mig af þessari flensu en ég get sjálfum mér um kennt fyrir að vilja endilega hitta hann þó hann hafi ennþá verið svolítið slappu.

Það jákvæða við flensuna er að á sama degi sá ég nýja þjónustu hjá Netflix, núna get ég horft á 18 klst af myndefni beint af tölvunni í hverjum mánuði. Þetta er s.k. streaming tækni. Það er greinilegt að framtíðin er núna hjá Netflix ! Ég horfði því á Hitchcock myndina North by Northwest og síðan breska þætti, bæði Yes Prime Minister og Ripping Yams. Eins og þið hafið kannski áttað ykkur á er lítið um nýjustu myndirnar þarna en ágætis tækifæri til að kíkja á klassískar myndir sem mann hefur langað að sjá.

Einn aðalgallinn við þessu flensu er að ég er búinn að skipuleggja samtöl við allskonar fólk á Wall Street sem hefur áhuga á að ráða mig í sumar. Ég þarf semsagt að velja hvert ég ætla að fara og geri það með því að tala við fólkið í símann. Treysti mér engan vegin til þess núna --- vona að þeir taki það ekki sem merki um áhugaleysi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home