7.2.07

Blogg kapp

Þetta blogg er eiginlega um ekki neitt.

Konan mín, hún Tinna, er að blogga rétt í þessu og ég ákvað að blogga líka henni til samlætis.

Ég kláraði um daginn bókina Rokland eftir Hallgrím Helgason. Hún er ansi skemmtileg. Áður en ég náði að klára hana stal fyrrtéð Tinna henni af mér og kláraði áður en ég fékk nokkru um það ráðið. Ég fór því í fýlu og kláraði hana ekki fyrr en núna.

Aðrar bækur sem ég er að lesa þessa stundina eru eftirtaldar; Against the Gods: The Remarkable Story of Risk (P Bernstein), Das Urteil (Franz Kafa), Die Erzaehlungen (Thomas Mann), How to Climb 5.12 (E Horst) og L´Etranger (Albert Camus). Ég get mælt með þeim öllum. Það segir þó sitt að ég kláraði Rokland á undan öllum hinum.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jæja ég ætla að gefa þessari "Other" vitleysu séns. Í sannleika sagt veit ég ekki hvort að það sé skárra að vera "annar" frekar en "ónanfgreindur"...

Mér þykir alltaf gaman að fræðast um hvað fólk er með á náttborðinu sínu, einhverja innsýn hlýtur það að veita manni inn í hugarheim viðkomandi, sem er auðvitað ómetanlegt. Ekki vissi ég t.d. að þú sért það sleipur í þýsku að þú hikar ekki við að lesa þýskar bókmenntir. Annað er, að mér virðist sem að eftir því sem fólk eldist þá er tilhneigingin sú að fólk sé að lesa fleiri bækur í einu. Iðulega í viðtölum við fólk, þá sérstaklega pólítíkusa, segist það vera að lesa fjöldann allan af bókum. Sérstaklega er mér minnistæð mynd af svefnherbergi Bill Clinton þar sem bókastaflinn á náttborðinu nær nánast upp í loft.

05:19  
Blogger Óli Þór said...

Ég kenni aðallega óþolinmæði þar um. Maður freistast til að glugga í aðra bók og dregst inn í hana áður en maður nær að klára síðustu. T.d. bókin um sögu áhættunnar hefur legið í drjúga stund á náttborðinu, síðasti kaflinn ólesinn.

Kláraðir þú bókina um pókersvindlarann ? Hún virtist frekar spennandi.

15:04  
Anonymous Nafnlaus said...

Já ég kláraði hana. Niðurstaðan bókarinnar var eiginlega sú að það er bara til eitt svindl sem virkar almenninlega og er sambland af "chip placement" og "collusion". Ef þetta gert rétt er ómögulegt að þetta komist upp. Restin af bókinni fjallar um góðar hugmyndir að svindlum og hvernig menn voru böstaðir fyrir að nota þær. Sem var áhugavert.

Annars væri ég til í að fá pistil um komandi forsetakosningar í bandaríkjunum... Er ekki mikið "buzz" í kringum Barack og Hillary?

05:05  

Skrifa ummæli

<< Home