5.2.07

Frost og sprikl

Þessa dagana er fáránlega kalt í Chicago. Það er búið að vera í kringum 20 gráðu frost í nokkra daga. Ef vindurinn er tekinn með í reikninginn, s.k. "windchill factor", þá er líðanin eins og í 30 gráðu frosti. Æði kalt.

Í þessum kulda er ég farinn að taka þátt í íþrótt sem heitir Broomball. Spilað er á skautasvelli en engir eru skautarnir, maður mætir bara í strigaskóm. Síðan er þetta nokkurskonar hokkí, maður er með kylfur og stóran hjálm og reynir að koma boltanum í lítið mark. Þetta er ansi skemmtilegt og nú hefur liðið okkar, sem heitir "Polar coordinates", unnið þrjá leiki í röð og komist áfram í næsta riðil (?). Þetta er náttúrulega tilvalið sport í 20 gráða frosti. Tinna tók þátt í fyrstu tveimur leikjunum en þá var brotið illa á henni og hún lenti á svellinu eftir tvöfalda skrúfu í loftinu.

Tinnu finnst þetta þó greinilega ekki næg hreyfing af minni hálfu því nú gaf hún mér bók í síðbúna afmælisgjöf sem heitir "How to climb 5.12". 5.12 er semsagt erfiðleikagráðan en eins og er rembist ég við að klifra 5.9 og hef kannski getad eina 5.10. Þessi skali er nokkurskonar richter skali þannig að ég get klifrað svona skjálfta á við þungan mann á gangi er bókin fjallar um að framreiða Suðurlandsskjálfta. Gangi mér vel.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sammála því, gangi þér vel. Eða jafnvel klifrið þér vel.

Með jaðaríþróttakveðju í kuldann, Orri Jökulsson

[ps. Skilaboð til blogger.com: mér gremst það að vera titlaður "Anonymous", finnst það hálf degrading, bara Blogger eða auli, hmmm)

06:03  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey þú getur líka verið "Other" og sagt hvað þú heitir. Það er mun svalara.

Þakka duglegan lestur og hvatningarorð.

10:29  

Skrifa ummæli

<< Home