19.8.06

Plan of Attack

Bókin sem ég er að lesa þessa dagana heitir 'Plan of Attack´
og er eftir Bob Woodward. Hann er blaðamaður hjá
Washington Post sem er gríðarlega virtur innan bransans,
ekki síst fyrir að vera með bestu samböndin í hvíta
húsinu. Hann á það til að skrifa ekki fréttir um
safaríkustu upplýsingarnar heldur setja þær í bækurnar
sínar.

Plan of Attack kom út 2004. Hún fjallar um aðdraganda
stríðsins í Írak innan Bandarísku ríkisstjórnarinnar.
Woodward tók viðtöl við helstu forsprakka á borð við
Rice, Cheney, Powell, Rumsfeld, Card og líka Bush
sjálfan. Það er með ólíkindum hversu mikið honum
hefur verið trúað fyrir.

Meðal efnis eru leynileg viðtöl Bush bæði við
ráðgjafa sína og einnig við erindreka erlendra
ríkisstjórna, t.a.m. Bretlands og Saudi Arabíu. Einnig
er fjallað um sambönd innan hvíta hússins. Þannig
var samkvæmt bókinni Powell innanríkisráðherra mjög
í nöp við Cheney og Rumsfeld.

Frásögnin er í tímaröð og greinir frá samskiptum og
helstu atburðum. Rithöfundurinn forðast að túlka eða
koma eigin skoðunum á framfæri. Þrátt fyrir það er
greinilegt af aflestri bókarinnar að Bush og ráðgjafar
hans voru farnir að hallast að því að ráðast á Írak
jafnvel fyrir 11. september 2001. Þeir höfðu litla
trú á að samningaleiðin myndi bera árangur. Meðan á
vopnaleit Hans Blix stóð voru þeir búnir að sannfærast
um að Blix væri ekki nógu ákveðinn í leitinni.

Í forsetakosningunum 2004 var bókin á leslista beggja
frambjóðanda, bæði Bush og Kerry. Ég get ekki annað
en mælt með henni sjálfur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home