Vatnaskil
Formaður Framsóknarflokksins er fylgjandi niðufellingu tolla á landbúnaðarvörur skv þessari frétt á mbl.is:
Á Íslandi er vandinn sérlega hvimleiður þar sem landbúnaður borgar sig svo lítið. Til að sporna við þessu eru millifærslurnar og tollarnir mjög háir, sem kemur aðallega niður á neytendum. Það kemur líka niður á bændum þar sem niðurgreiðslurnar festa þá í niðurlægjandi atvinnugrein þar sem lífsviðurværi harðvinnandi manna er komið undir sporslum frá almenningi.
Eins og lesendur gera sér sennilega grein fyrir er ég mjög ánægður með þessi straumhvörf í Framsóknarflokknum. Jafnframt kemur mér þetta gríðarlega á óvart. Næstu skref í þessa átt væru að hætta niðurgreiðslum og svo að lokum að leggja niður Framsóknarflokkinn.
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segist telja augljóst, eftir að hafa lesið skýrslu um ástæðu fyrir háu matvælaverði hér á landi, að fella þurfi niður vörugjöld.Háir innflutningstollar á matvælum og niðurgreiðslur til bænda eru efnahagslegt vandamál í öllum vestrænum löndum. Tollarnir hafa í för með sér óhagkvæmni í framleiðslu auk þess sem þróunarlöndin eru kúguð með því að halda þeim frá markaðnum. Niðurfelling á tollum mun leiða til lægra vöruverðs til neytenda og um leið hjálpa þróunarlöndum mikið með því að opna fyrir þeim markaði.„Skattur á matvæli þarf að vera sá sami, þar á meðal á hótelum og veitingahúsum. Breyta þarf innflutningsverndinni þannig að samkeppni aukist. Hvað réttlætir t.d. að við borgum miklu hærra verð fyrir kjúklinga og svínakjöt en aðrir neytendur í Evrópu. Það er enginn eðlismunur á þessari framleiðslu og margvíslegri annarri framleiðslustarfsemi í landinu sem býr við óhefta samkeppni við önnur lönd,” sagði Halldór í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem hófst nú síðdegis en á morgun verður kjörinn nýr formaður flokksins.
Á Íslandi er vandinn sérlega hvimleiður þar sem landbúnaður borgar sig svo lítið. Til að sporna við þessu eru millifærslurnar og tollarnir mjög háir, sem kemur aðallega niður á neytendum. Það kemur líka niður á bændum þar sem niðurgreiðslurnar festa þá í niðurlægjandi atvinnugrein þar sem lífsviðurværi harðvinnandi manna er komið undir sporslum frá almenningi.
Eins og lesendur gera sér sennilega grein fyrir er ég mjög ánægður með þessi straumhvörf í Framsóknarflokknum. Jafnframt kemur mér þetta gríðarlega á óvart. Næstu skref í þessa átt væru að hætta niðurgreiðslum og svo að lokum að leggja niður Framsóknarflokkinn.
1 Comments:
Rétt, rétt og rétt.
Don Elli
Skrifa ummæli
<< Home