20.8.06

Economist misnotar tölulegar upplýsingar ?

Ég er mjög hrifinn af tímaritinu Economist. Þar fæ ég bæði fréttir af nýjungum í fjármálaheiminum en líka alveg frábæra umfjöllun um pólitískt ástand víðsvegar um heim.

Í nýjasta tölublaðinu er grein um tryggingaiðnaðinn í Bandaríkjunum. Þar notar höfundur töflu
yfir heildariðgjaldagreiðslur landa sem hlutfall af vergri landsframleiðslu til að færa rök fyrir því að iðgjöld séu lægri í Bandaríkjunum en mörgum öðrum löndum. Þannig er hlutaflið um 8.5% í BNA en um 12.2% í Bretlandi.

Ég er ekki sannfærður við að sjá þessar tölur. Heildariðgjöld fara nefnilega bæði eftir upphæð iðgjaldanna en líka eftir því hversu mikið er keypt af tryggingum. Þannig var þetta hlutfall t.d. nálægt 3% á Íslandi skv. upplýsingum frá Norsku hagstofunni. Ástæða þess er sennilega ekki sú að tryggingar eru svona ódýrar á Íslandi. Bandaríkjamenn verða nefnilega að kaupa sér heilsutryggingu sem við Íslendingar sleppum við.

Ég er ekki hagfræðingur og langt frá því að vera sérfræðingur um tryggingamál. Þó þykir mér þessi meðferð tölulegra upplýsinga ekki nógu góð. Economist er venjulega með mjög pottþéttar og sannfærandi greinar. Það er vonandi ekki að breytast.

1 Comments:

Blogger Tinnsi said...

Til hamingju með nýja bloggið sæti eiginmaðurinn minn.

15:41  

Skrifa ummæli

<< Home