24.8.06

Kanóferð

Í þessum skrifuðu orðum erum við Tinna að pakka fyrir kanóferðina miklu. Farið verður af stað á morgun til Minneapolis og tjaldað annað kvöld á mörkum Boundary Waters Canoe Area Wilderness. Á laugardaginn hefst svo kanóferðin sjálf. Við munum gista í fimm nætur á svæðinu, það þýðir að við verðum í sex daga á kanó.

Á svæðinu eru mörg lítil vötn. Maður ferðast um þau á kanó og ferjar síðan kanóið og farangurinn yfir á næsta vatn. Leiðin liggur frá Kawishiwi Lake til Sawbill Lake. Í fyrra fórum við í mun styttri kanóferð frá Sawbill Lake. Þá fórum við út á næsta vatn við hliðina, Lake Alton, og tjölduðum þar í tvær nætur. Komum síðan til baka. Ferðin í ár verður því mun lengri.

Við erum bæði þvílíkt spennt fyrir þessari ferð. Ekki skemmir fyrir að við munum fá hingað góða gesti að ferðinni lokinni, þá Ragga og Leif.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Bíðum spennt eftir framhaldi á blogginu!

ghg

07:21  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir innlitið !

Það stendur til að bæta hér inn færslum af og til en ekki jafn reglulega og hjá Tinnu.

17:10  

Skrifa ummæli

<< Home