Plön
Kæri lesandi
Ef þú ert ennþá að lesa þetta blogg, þótt liðið sé á þriðja mánuð frá síðustu færslu, þá ert þú hetja mikil.
Ég hugsa að ég láti duga fyrir þessa færslu að segja ykkur frá plönum okkar hjóna í næstu framtíð.
Í Spring break, sem er um miðjan mars, ætla ég að koma heim til Íslands. Ég verð í akkorðsvinnu að vinna að stuttu verkefni sem mér finnst nógu áhugavert til að taka smá frí frá doktorsvinnunni til að spá í. Hún Tinna ætlar ekki að húka heima í kotinu á meðan heldur ætlar hún til Bermúda í skólaferð.
Um sumarið stefnir í að ég verði í vinnu hjá fjárfestingabanka í New York. Tinna stefnir á að koma með og vinna í rannsóknunum sínum. Við stefnum á að búa á Manhattan. Ef þú veist um íbúð þar til leigu þá hef ég mikinn áhuga. Gestir eru sennilega velkomnir.
Lengra í framtíðina þori ég ekki að skyggnast með ykkur rétt eins og stendur.
Ef þú ert ennþá að lesa þetta blogg, þótt liðið sé á þriðja mánuð frá síðustu færslu, þá ert þú hetja mikil.
Ég hugsa að ég láti duga fyrir þessa færslu að segja ykkur frá plönum okkar hjóna í næstu framtíð.
Í Spring break, sem er um miðjan mars, ætla ég að koma heim til Íslands. Ég verð í akkorðsvinnu að vinna að stuttu verkefni sem mér finnst nógu áhugavert til að taka smá frí frá doktorsvinnunni til að spá í. Hún Tinna ætlar ekki að húka heima í kotinu á meðan heldur ætlar hún til Bermúda í skólaferð.
Um sumarið stefnir í að ég verði í vinnu hjá fjárfestingabanka í New York. Tinna stefnir á að koma með og vinna í rannsóknunum sínum. Við stefnum á að búa á Manhattan. Ef þú veist um íbúð þar til leigu þá hef ég mikinn áhuga. Gestir eru sennilega velkomnir.
Lengra í framtíðina þori ég ekki að skyggnast með ykkur rétt eins og stendur.
1 Comments:
Ég held að þetta séu góð plön.
Orri
Skrifa ummæli
<< Home