Bragðæfingar
Héldum áfram með bragðæfingar í dag. Tvær æfingar voru á dagskrá:
1) Kynnast helstu sýrum sem fyrirfinnast í víni, sem eru:
Vínsýra
Eplasýra
Sítrónusýra
Mjólkursýra
Kolsýra
Ediksýra
Ekki mjög vísindalegt, en það tók mig svolitla stund að finna vínstein til að búa til vínsýruna.
2) Önnur bragðæfing gekk út á að finna skynmörk okkar Tinnu á sykurlausn. Það gekk þannig fyrir sig að ég bjó til sykurlausnir með stigvaxandi styrk. Notað var kalt síað Chicago kranavatn. Byrjaði í um það bil 20g/l og helmingaði í hverju skrefi. Hætti að geta greint sykurinn í um það bil 1.5g/l eða 1/4 teskeið blandað í 8 dl af vatni. Prófunin fór að sjálfsögðu fram blint eins og sést á myndinni hér til vinstri.
2 Comments:
Blessaður frændi, bara rétt að kasta kveðjur á þig í útlöndin. Vonandi hafið þið Tinna það gott.
Bestu kveðjur
Erla frænka
Hæhæ. Ég flæktist hingað inn í gegn um bloggið hans Jens Ívars. Mig langaði bara að benda ykkur á bíómyndina "Sideways", ef þið hafið ekki séð hana nú þegar (stórt vínsmökkunarþema í gangi í henni). Kannski skrilljón manns búnir að benda ykkur á hana...?
Kveðja frá Köben, Hafdís.
Skrifa ummæli
<< Home