9.6.07

New York

Við erum komin til New York. Gistum fyrstu dagana rétt hjá byggingu SÞ hjá ágætum Belga sem er í leyniþjónustu SÞ. Ekki vissi ég að það væri til ! Hann er búinn að fræða okkur um eðli hryðjuverkastarfsemi í Lebanon jafnt sem annars staðar.

Milli þess sem við erum að leita að íbúð til lengri tíma þá má náttúrulega ekki gleyma því að kíkja af og til út að borða. Í kvöld fórum við á klassískan deli hér í hverfinu sem heitir Sarge´s deli. Fengum sitthvora pastrami samlokuna sem er í grundvallaratriðum hjartaáfall með sinnepi. Sjá myndir.

Setti nokkra staði á kort sem stefnt er að að prófa.

3.6.07

Sjávarfang

Ég er um þessar mundir gripinn mikilli hrifningu af allskyns sjávarfangi. Höfum gert mikið af því að borða fisk undanfarnar vikur en auk þess keypti ég mér í síðustu viku lifandi krabba sem ég og sauð. Bjó líka til gómsætt fiskisoð.

Stærri krabbinn að berjast fyrir lífi sínu:
 

Nokkru síðar:
 

Svona á að gera fiskisoð:
 


Fleiri myndir.
Posted by Picasa