17.9.06

I klifurferd

Vid Tinna og Raggi erum i Kentucky i klifurferd. Gist a tjaldstaedi vid Miguel's thar sem bara er klifurfolk. Sidan eru her klifurbrautir ut um allt. Keypti serstaka bok um svaedid med lista yfir brautir og hun er um 300 bls.

Vid hofum verid i thessu sporti nuna i meira en tvo ar en klifrum varla nema langaudveldustu brautirnar -- haest 5.9. Til gloggvunar eru byrjendabrautir 5.6 og 5.7 --- margir geta klifrad 5.6 i fyrstu ferd. 5.8 gradan thykir einnig audveld.


Thad sem er gott vid klifrid er ad madur er ad fast vid sjalfan sig -- thad skiptir litlu mali thott adrir a svaedinu seu klifurhetjur sem fulsa vid brautunum okkar, thvi madur finnur ad thetta tekur a og madur er a ystu nof.

5.9.06

Heimsókn, rannsóknir og tölvuleikir

Helsta úr mínu lífi sem stendur

Raggi vinur minn kemur í kvöld í heimsókn. Hann verður í tvær vikur. Leifur ætlaði líka að koma en afboðaði því miður á síðustu stundu vegna anna. Ég ætla að draga Ragga í hjólatúr á morgun.

Rannsóknunum mínum fleygir áfram. Ég fékk hugmynd rétt áður en við fórum í kanóferð og byrjaði að skrifa forrit í bílnum á leiðinni norður. Núna er forritið keyrsluhæft og lofar góðu.

Málið er að tölfræðilega aðferðin sem ég hef verið að vinna við krefst þungra reikninga. Svo þungra að hugsanlegt er að ekki sé hægt að nota aðferðina á raunveruleg gögn. Nýja hugmyndin flýtir mjög fyrir þessum útreikningum í mikilvægu tilfelli.

Svo bregðast New York Times sem önnur Times

NYTimes er með grein um tölvuleikinn World of Warcraft í dag. Út af fyrir sig ágætis grein fyrir þá sem hafa enga hugmynd um leikinn en gagnslaus fyrir okkur hin. Fyndnast var þó að önnur af tveimur myndum í greininni var ekki af WoW heldur af öðrum leik frá sama fyrirtæki, Starcraft.

Það er ágætt að sjá blaðið skrifa um tölvuleiki af og til en þeir mættu gera meira af því. Þetta er mikilvægur og gríðarlega vinsæll miðill sem verðskuldar sömu athygli og annað afþreyingarefni.