18.5.07

Andsvar við Bernanke

Seðlabankastjórinn Bernanke hélt ræðu í Chicago í gær um ástandið á húsnæðislánamarkarðnum (subprime mortgage). Þessi markaður var mjög heitur fyrir eins og tveimur árum síðan, þegar fólk var æst í að taka þátt í fasteignamarkaðnum og var til í að borga okurvexti af háum lánum þrátt fyrir lágar tekjur og litlar eignir. Í dag eru bankarnir að súpa seyðið af þessum útlánum því töluvert er um að þetta fólk sé að fara á hausinn.

Ég hef mikinn áhuga á gangi þessara mála, ekki síst þar sem mér bauðst s.l. jól að vinna í sumar í mortgage modeling hóp í stórum banka í New York. Þetta er hópur sem hefur gert mjög góða hluti í nokkur ár en ég ákvað að sleppa þessu þar sem mortgage markaðurinn hefur greinilega toppað í bili. Vinnan á þessu sviði er mjög tölfræðileg, en hún gengur að miklu leyti út á að meta líkur á því að skuldunauturinn greiði upp lánið og taki annað á betri kjörum.

Ástæðan fyrir því að þessi færsla er skrifuð er hinsvegar hnittið andsvar þingmannsins Chuck Schumer við ræðu Bernanke: "I hope that Chairman Bernanke is right when he says that a slumping housing market will not affect the broader economy, but I would not bet the house on it."